Um helgina fórum við Hannibal út að borða, við ætluðum ekki að fara á neinn fínan stað, en samt langaði okkur í eitthvað betra en þennan hefðbundna skyndibitamat. Þá mundi ég eftir grein sem ég las í flugvélinni á leiðinni til landsins, þar var fjallað um nýjan stað nálægt höfninni sem seldi einungis lífrænan mat, notaði hvorki hvitt hveiti né hvítan sykur og hét...... hvað var það nú aftur????? Ó já, hann hét
Icelandic Fish & Chips og er við Tryggvagötu 8!

Við ákváðum að skella okkur þangað og ég verð að segja, ég sé ekki eftir því! Þetta var dýrindis matur sem við fengum og hefur eiginlega ekkert með þessum breska fish 'n' chips að gera sem maður hefur áður smakkað. Þarna er hægt að velja úr nokkrum fiskitegundum og svo er hægt að hafa salat eða stökkar ofnbakaðar kartöflur með og auðvitað fylgir engin cocktailsósa þessum herlegheitum heldur eitthvað sem kallast skyronne sem er framleitt úr fitulausu skyri og þar með er komin algjör hollustumáltíð á borðið sem er samt (eða kannski þess vegna?!?) alveg ótrúlega bragðgóð! Þetta kostar kannski pinkulítið meira en venjulegur skyndibiti en er alveg margfalt betra (það fannst okkur allavega, sérstaklega með þessu glasi af sérinnfluttu þýsku hvítvíni.....).
Eins og Gastroshark segir á heimasíðunni sinni
http://www.gastroshark.com/: Finally there is somewhere affordable to eat out in Reykjavik which doesn´t feature burgers or fries.
Ég mæli alveg hiklaust með þessum stað fyrir alla sem hafa gaman af aðeins hollara mat!
PS: Matseðillin er á Netinu fyrir þá sem eru forvitnir, en annars er heimasíðan ennþá mjög hrá.....
http://www.fishandchips.is/isl_matsed_3.htm
2 Kommentare:
Gott að vita ef hungrið sverfur að í miðbænum
kv. Gyða Björk
Og ertu búin að smakka Gyða mín? Þú manst eftir þessum stað næst, fiskur er jú svo hollur matur hvort eð er....
Kommentar veröffentlichen