Jæja, eins gott við vorum ekki að ferðast í gær! Þvílíkar fréttir sem maður fær um 500 manns sem þurftu að bíða um borð út á vellinum og komust ekki út vegna hvassviðris..... Brrrr, þá var það nú skárra að drífa sig á æfinguna, fá meira að segja að spíla í A-liðinu þar sem annar kanturinn vantaði og kíkja svo í O´Leary's keiluhöllina þar sem allir hinir Íslendingarnir voru að skemmta sér í tilefni tiltektardags hjá HRV. Við vorum meira að segja 4 stelpur í þetta skipti, þar sem ein eiginkona er flutt hingað, önnur var í heimsókn, og Elisabeth kíkti einnig út á lífið með okkur! Úthaldið er greinilega að aukast þar sem þau síðustu fóru nú ekki heim fyrr en eftir kl.2 um morguninn.....
En við sitjum sem sagt á Arlanda flugvellinum núna og bíðum eftir að komast í vélina sem á að taka okkur heim áður en næsta lægðin skellur á í kvöld! Sjáumst bráðum!!!
Keine Kommentare:
Kommentar veröffentlichen