Í dag er bolludagur í Svíþjóð og þá eru borðaðar svokallaðar semlor. Þetta er nú alltsaman náskylt íslensku bollunum, eða eins og einhver Svíi benti á yfir semluátinu í morgun, þá munu íslensku bollarnir líta út eins og semlor eftir ca. 200 ár.....

Samkvæmt sænsku skipulaginu þá pantaði Kubal semlor handa öllum sem skráðu sig á pöntunarlistann, en hver og einn þurfti að borga sjálfur fyrir sínar semlor. Venjulegt fólk borðar eina, en fyrir okkur Íslendinga voru náttúrulega pantaðar 2 á mann þar sem sumir voru hræddir um að fá ekki nóg mikinn sykurskjókk úr einu stykki..... Þessi kvíkindi eru nú ágætlega stór og fylld með þeyttum rjóma og "mandelmassa", svo ég gerði smá samning með ritaranum okkar, henni Elisabeth, um að hún mundi fá eina af mínum semlum og þyrfti þá ekki að panta neina fyrir sjálfan sig. Semlan mín var mjög góð, en rosalega var ég fegin að þurfa ekki að borða meira en eina! Samstarfsmennirnir mínir stóðu sig engan veginn og átu mest 1 og 1/2 hver, svo nú eru ennþá 4 stykki í kassanum sem bíða eftir því að verða étin! Fyrstur kemur - fyrstur fær!!!
Verði ykkur að góðu!
Keine Kommentare:
Kommentar veröffentlichen