Donnerstag, 7. Februar 2008

Blakæsingur

Nú er allt að gerast í blakinu heima! Fyrst vorum við jú þjálfaralausar, svo fannst ólétt kona sem tók hópinn að sér þangað til hún var orðin of þung á sér til að geta sinnt honum áfram, svo fundust tveir brasíliskir þjálfarar með mikla alþjóðlega reynslu sem gátu tekið hópinn á mánudögum og Stína fína sá um að koma öllum í einhverskonar form á fimmtudögum og svo var að koma frétt frá formanni blakdeildar UMFA um að Brassarnir gætu sinnt hópnum á báðum æfingum þessa viku þar sem þeir væru ekki lengur hjá HK..... Það getur varla verið að ég sé ein um að vera smá forvitin um hvað er eiginlega að gerast þarna á klakanum.....!?! Bíð allavega óþreyjufull eftir að fá frekari fréttir og er orðin verulega spennt hvernig staðan verður næsta mánudag þegar ég ætla loksins að mæta aftur á æfingu í Mosó....... og AFTUR og AFTUR og AFTUR!!!

PS: Eins gott að það er ekki svo mikill æsingur í blakinu hér í Sundsvall, þar fer bara allt sín vanagang og stelpurnar keppa bæði þessa og næstu helgi í Allsvenskan og ég missi eins og venjulega af því..... Þær eru einhvern veginn alltaf með heimaleiki þegar ég er í burtu og öfugt! Lélegt skipulag er þetta (hjá mér eða þeim, annaðhvort.....). Þar fyrir utan er ég svo skrautleg á litinn þessar mundir (á hnéinu, olnboganum OG þumalputtanum, allt vinstra megin!) að það er eiginlega spurning hversu mikið ég get yfir höfuð gert á æfingunni annað kvöld. Kannski alveg eins gott að sleppa henni og leyfa öllum marblettunum að dofna aðeins meira fyrst....?

1 Kommentar:

Anonym hat gesagt…

hehe, Brassarnir eru víst ekki hættir hjá HK og voru því ekki með fimmtudagsæfingu eins og til stóð kl 19:29 í gær.. en æfingin byrjaði 19:30. Þetta er bara eins og með snjóinn og vindáttina, maður veit ekkert hvað gerist næst. Hlökkum til að sjá þig á æfingu á mánudag og að keppa með okkur n.k. laugardag á móti HK.
mk