Montag, 4. Februar 2008

Bloggið komið í gang....

Já, hér með byrjar nýtt tímabil í upplýsingamiðlun hjá mér. Nú get ég dregið enn meira úr öllum e-mail skrifum og þarf bara að segja frá öllu fréttnæmu einu sinni. Það verða færslur hér á (minnst) tveimur tungumálum, en ég ætla að reyna að halda þeim alveg aðskildum, annað hvort eða, en alls ekki beinar þýðingar á milli! Þið sem skilið bæði tungumálin getið lesið ykkur til að vild, en hinir ná þá bara helmingnum eða svo....... Einn kaldur eða glas með gerjuðum vínberjasafa áður en lesturinn hefst getur líka gert kraftaverk fyrir tungumálaskilninginn. Mæli hiklaust með því (hef sjálf margra ára reynslu á því sviði)!

Þar sem það er ekkert voða spennandi að gerast hér eins og er, þá ætla ég að nýta tækifærið til að upplýsa ykkur um að við Hannibal erum væntanleg á klakann næsta laugardag og ætlum að vera í viku (9.-17. febrúar) til að koma okkur aftur fyrir í húsinu okkar (okkur frábæru leigjendur fluttu um síðustu helgi í nýja heimilið sitt - til hamingju með það Gulli og Heiða!).

Það stendur til hjá okkur að setja svalahurð út úr eldhúsinu á nýja pallinn og þurfum við að huga að undirbúningnum fyrir þetta verkefni. Eins og þið vitið eflaust er ég frekar vel skipulögð og er náttúrulega búin að gera aðgerðalista yfir þau verkefni sem bíða okkur í næstu viku:
  1. Finna leið til að fjarlægja ofn sem er fyrir (tala við pípulagnameistara, skoða möguleika á að setja nýjan og minni ofn aðeins til hlíðar tilvonandi svalahurðar, etv. skoða nýja ofna).
  2. Finna nýtt gólfefni fyrir eldhúsið og ganginn (skoða í ýmsum verslunum, fá sýnishorn, velja og panta nægilegt efni, ákveða hver á að leggja það).
  3. Panta svalahurð (fá nýtt tilboð frá PGV, láta þá koma og mæla, panta svalahurð).
Ég á eflaust eftir að bæta töluvert við þennan lista, en þetta er allavega góð byrjun...

Keine Kommentare: