Þar sem það er ekkert voða spennandi að gerast hér eins og er, þá ætla ég að nýta tækifærið til að upplýsa ykkur um að við Hannibal erum væntanleg á klakann næsta laugardag og ætlum að vera í viku (9.-17. febrúar) til að koma okkur aftur fyrir í húsinu okkar (okkur frábæru leigjendur fluttu um síðustu helgi í nýja heimilið sitt - til hamingju með það Gulli og Heiða!).
Það stendur til hjá okkur að setja svalahurð út úr eldhúsinu á nýja pallinn og þurfum við að huga að undirbúningnum fyrir þetta verkefni. Eins og þið vitið eflaust er ég frekar vel skipulögð og er náttúrulega búin að gera aðgerðalista yfir þau verkefni sem bíða okkur í næstu viku:
- Finna leið til að fjarlægja ofn sem er fyrir (tala við pípulagnameistara, skoða möguleika á að setja nýjan og minni ofn aðeins til hlíðar tilvonandi svalahurðar, etv. skoða nýja ofna).
- Finna nýtt gólfefni fyrir eldhúsið og ganginn (skoða í ýmsum verslunum, fá sýnishorn, velja og panta nægilegt efni, ákveða hver á að leggja það).
- Panta svalahurð (fá nýtt tilboð frá PGV, láta þá koma og mæla, panta svalahurð).
Keine Kommentare:
Kommentar veröffentlichen