Hér er svo smá myndbrot af Símoni að borða kvöldmatinn sinn. Í þetta skipti var hann nú mjög kurteis og ekki mjög hávær þegar hann vildi fá næstu skeið, en aldrei að vita hvað gerist næst....
Freuden und Leiden einer ausgewanderten Schweizerin in Island - Daglegt líf og stríð á Íslandi frá sjónarhorni eins nýbúa
Samstag, 9. Januar 2010
Jólasveinninn fær enga hvíld....
Í gær fengum við góða vinkonu og stelpurnar hennar tvær í heimsókn til okkar. Símon Breki var fjlótur að daðra við yngri systurina (Carla) á meðan amma hans tók að sér að leika við eldri systurina (Hannah, sem var greinilega í sykurvímu eftir að hún fékk tvær marsipangulrætur! Hún talaði og talaði og vildi alls ekki samþykkja að jólasveinninn væri orðinn þreyttur og þyrfti að leggja sig og hvíla hreindýrið eftir allt jólastússið. Um leið og "amma Símons" var búin að leggja jólasveininn og hreindýrið þá kom Hannah aftur, hringdi dyrabjöllunni og lét jólasveininn fara á bak og leggja af stað í næstu ferð....).
Abonnieren
Kommentare zum Post (Atom)
2 Kommentare:
Gaman að fylgjast með ykkur þarna úti. Vona að þið séuð ekki að drukkna í snjó og frjósa úr kulda. Hér var hitinn um 7°C í dag og við fórum í göngutúr með Hönnu í Baby Björn. AF henni er það helst að frétta að hún er farin að skríða og standa upp í rúminu sínu, mikið að gera.
Hafið það gott, bið að heilsa ykkur.
Kv. Heiða
Wow hvað Hanna er dugleg! Símon er ennþá að snúa sér í hringi á gólfinu og reynir helst að skríða áfram eins og ormur (með rassinn til skiptis upp og niður). Það er ótrúlega fyndið til að horfa á, en ég hef því miður ekki enn náð að festa þetta á myndskeið.....
Kær kveðja tilbaka í Leirvogstunguhverfið!
Kommentar veröffentlichen