Montag, 18. Januar 2010

Símon sem tískumódel

Já, ég gleymdi alveg að sýna ykkur myndir af nýju samfellunni sem Símon fékk frá bróður mínum...... Hmmm, það þarf kannski smá forsögu til að útskýra þessa gjöf: Bróðir minn er guðfaðir Símons og milli jóla og nýárs fór hann með nokkrum vinum sínum á skiði í Zermatt (þar sem Matterhorn er, fjallið sem var fyrirmynd að Toblerone). Þar var náttúrulega ekki bara farið á skiði heldur einnig drukkið af krafti. Eftir átta daga áfengismisnotkun (eins og bróðir minn sagði sjálfur frá) ákvað hann að kaupa lítið "souvenir" handa guðsyni sínum og fann þessa ferlega flotta samfellu (á henni stendur: "My Dad Skis better than your Dad") sem hann keypti undireins. Því miður tók hann ekki eftir litnum á samfellunni fyrr en hann var kominn heim..... hún er nefnilega svo undurfallega BLEIK!!! Jæja, núna er bróðir minn í áfengisbindindi og Símon að kynnast sinni kvenlegu hlið......

Keine Kommentare: