Nú er Símon búinn að þróa einhverskonar tækni þar sem hann rúllar og skríður til skiptis. Þannig kemst hann alveg þvert í gegnum eitthvert herbergi eða bara þangað sem hann vill komast. Og það gerist stundum ansi hratt svo það er eins gott að við erum þrjú hér sem getum skipst á að fylgjast með honum! Svo virðist sem það dugi honum ekki lengur að vera með eina snuddu með sér heldur vill hann helst hafa tvær innan seilingar....
Í dag fórum við mamma í labbitúr og tókum allt gamla brauðið með handa öndunum á tjörninni. Símon litli svaf þessa heimsókn hjá öndunum af sér eins og sú síðasta reyndar líka, en endurnar voru samt glaðar að fá aukabita í þessum kulda og snjó (held ég allavega). Næstu daga er einnig spáð snjókoma, spurning um að taka lestina til Zürich á laugardaginn í staðinn fyrir bílinn.... En Hannibal og Michi eru örugglega svaka kátir með þessu, þeir ætla jú að skella sér á skíði einhversstaðar í Ölpunum á meðan ég kíki í heimsókn til Günti og Wiebke.
Keine Kommentare:
Kommentar veröffentlichen