Sá stutti hefur annars nóg að gera alla daga. Þegar hann situr ekki í kassa þá snýr hann sér í hringi á leikmottunni sinni eða lyftir rassinum af gólfinu og reynir þá að skríða áfram eins og lirfa. Meðalhraði hans er um hálfur sentimeter á mínútu en aldrei að vita hvenær hann fer að gefa í...... Svo spjallar hann líka ótrúlega mikið og er eiginlega oftast brosandi allan hringinn þessa daga.
Annars erum við að reyna að gera ekta Aargau-búa úr Símoni: Hann er byrjaður að borða gulrótarmauk og honum líkar greinilega mjög vel (þó helmingur mauksins lendi ekki í maganum á honum heldur annarsstaðar....). Á meðan hann er að gæða sér á maukinu fáum við fullorðna fólkið ekta svissneska gulrótarköku. Ótrúlegt en satt þá var þetta fyrsta gulrótarkaka sem mamma og ég höfum bakað á ævinni! Útlitið skánar vonandi eitthvað í næstu tilraun, en bragðið er alveg æðislega gott!!!! Tilefnið fyrir baksturinn var nýárshittingur sem var heima hjá mömmu þar sem ég náði að hitta nokkra af mínum bestum vinkonum úr háskólanum. Þar sem við erum núna allar komnar með börn var þetta eiginlega einhverskonar afkvæmasýning..... En meira um það í næstu frétt sem verður á þýsku svo þær skilji hana líka.
1 Kommentar:
Gleðilegt ár Susanne. Gaman að fá að lesa á íslensku :) Skil nefnilega ekki svissnesku..hehe.
Símon Breki er alveg yndislegur, og gaman að sjá vídeóklippurnar af honum :)
Heyri í þér fljótlega með heimasíðuna...er að reyna að fá Kobba til að sýna okkur hana :)
Kv
Þórey
Kommentar veröffentlichen