Brrrr, nú finnst manni eiginlega komið nóg af þessum kulda, en spáin er óbreytt út alla vikuna og við verðum bara að reyna að fá mömmu til að hækka hitann á ofnakerfinu eitthvað ef Hannibal á ekki að frjósa fastur við tölvuna uppi á háaloftinu. Hann valdi sér vinnustaðinn sinn sjálfur og hugsaði væntanlega að hitinn leitar upp, en í þessu húsi þá virkar þetta lögmál einhvern veginn ekki alveg og það er alltaf kaldast uppi undir þakinu..... Nú er hann kominn í ullarsokka og síðar nærbuxur og þá er kuldinn orðinn bærilegur, allavega í nokkra klukkutíma í senn. Svo kemur hann niður inn á milli til að fá sér heitt kaffi og smá ýl í kroppinn.....
Sjálf er ég með nokkrar mismunandi aðferðir til að vinna bug á kuldanum. Ef mér verður kalt skelli ég mér bara á trimmhjólið hennar mömmu í nokkrar mínútur eða fer að ryksuga eða dreg hina með mér út í göngu í ferska loftinu (eftir smá útiveru finnst öllum bara yndislega hlýtt og fínt inni)! Svo er náttúrulega líka mjög gott að borða súpu eða ostafondue (enda erum við búin að prófa bæði með góðum árangri). Sá eini sem virðist ekki finna fyrir neinu er Símon. Ef eitthvað er, þá sefur hann bara betur úti þegar það er kaldara! Hann er alltaf svo vel klæddur og innpakkaður að hann finnur nú varla einhvern mun á hitastiginu, en ferska loftið gerir honum allavega mjög gott.
Við erum líka loksins að ná árangri með nætursvefninn: Hann vaknar ennþá nokkrum sinnum um nóttina, en er alveg fljótur með að sofna aftur (stundum með smá aðstoð frá Hannibal) og fær ekki að drekka nema einu sinni eftir ca. 8-9 tíma svefn. Það teljum við nú bara ágætt! Og yfir daginn er hann hvort eð er algjör engill (oftast!) og ef ekki er alltaf hægt að kalla mömmu til hjálpar....

Litli maðurinn heldur að hann sé orðinn stór nú þegar hann er farinn að borða "alvöru" mat. Matseðillin þessa viku er gulrótar-kartöflumauk í hádeginu og graut um kvöldin og virðist hann vera ansi sáttur við þann mat. Reyndar vill hann líka fá að drekka eftir allar máltíðar, en það er kannski bara gamall vani. Og svo öskrar hann á okkur fullum hálsi ef við erum ekki nógu snögg með að gefa honum. Hvernig ætli þetta verði þegar hann stækkar....?!? Um daginn fékk hann smá brauðskorpu til að smjatta á (á meðan við vorum að borða ostafondue), en hann var of fljótur að slefa hana alla út og hún leystist næstum því upp í munninum á honum. Smá hostakast og allir bitar voru komnir út aftur. Hann verður bara að bíða aðeins lengur með að fá meira brauð....
2 Kommentare:
Fékk lánað bílastæðið þitt í dag þegar ég fór á þrettándabrennu :)
Gaman að sjá hvað það er mikið fjör hjá ykkur þarna úti og djí hvað litli maðurinn stækkar hratt :)
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu
kær kveðja,
Gyða og co
Það er nú gott að bílastæðið nýtist eitthvað! Hér var engin brenna, en í staðinn átum við sérstaka köku (Dreikönigskuchen) og í kjölfarið af því var Hannibal krýndur kóngur.... Frétt um kónginn og prinsinn er væntanleg, en ég verð fyrst að drifa mig í heimsókn til frænku minnar....
Hlökkum þegar til að hitta ykkur aftur, kærar kveðjur,
Susanne, kóngurinn og prinsinn
Kommentar veröffentlichen