Æ æ æ hvað tíminn líður hratt! Og við erum búin að gera svo ótrúlega margt þessa helgi.... Best að byrja bara á því að segja frá öllu í réttri röð..... Ok, á föstudeginum keyrðum Hannibal, Símon og ég til Düdingen til að heimsækja Michèle skólasystur mín úr háskólanum og fjölskyldu hennar. Hún og stelpurnar hennar tvær, Nadine og Cynthia, fóru með okkur til Schwarzsee þar sem við vorum komin í 1'000 metra hæð og þar með upp fyrir þokuna (þokan liggur oft á svæðinu frá 500-800 m.y.s.). Þar fórum við í skemmtilegan göngutúr á vatninu (sem var náttúrulega alveg frosið), í sólinni var alveg æðislegt, en í skugganum af fjallinu fór kuldinn að segja aðeins meira til sín! Sem betur fer var ekkert mál að finna veitingastað eftir göngutúrinn þar sem við gátum fengið heitt súkkulaði til að hlýja okkur aftur!
Þegar öllum var orðið hlýtt aftur fórum við áfram á næsta áfangastað sem var að skoða ískastalana ("Eispaläste"). Það er einhver maður þarna sem hefur síðastliðin 25 ár á hverjum vetri búið til þessa ísskúlptúra í litlum skógi rétt hjá Schwarzsee. Mjög sérstök hugmynd og svolítið mikið "Kitsch" fyrir minn smekk, en samt ótrúleg upplifun að rölta þarna um svæðið og skoða mismunandi ísfyrirbrigði og grýlukerti á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum. Við skemmtum okkur allavega mjög vel og stelpurnar voru á hlaupum út um allt til að rannsaka þennan undurfagra ævintýraheim.
Um kvöldið fengum við svo alvöru Fribourger-Fondue úr gæðaosti og framreitt af algjörri snilld meistarakokksins Michel! Símon var alveg til fyrirmyndar (bara eins og venjulega) og svaf alla nóttina án þess að vakna til klukkan átta næsta morgun! Eftir stutta göngu í Düdingen kvöddum við litla fjölskylda svo vini okkar og héldum áfram til Bern þar sem við hittum Beate, Stefan og Önnu til að ferðast saman á húsfjallið í Bern sem nefnist Gurten. Það er lítil tannhjóladrifin lest sem keyrir fólk frá Bern upp í 860 metra hæð og þá er maður kominn í sólina (upp fyrir þokuna sem sagt), algjör snilld!
Við fórum í flottan göngutúr og skoðuðum útsýnið til allra átta ofan af fjallinu. Sérstaklega fallegt var að sjá Alpana í fjarska og þar á meðal frægu fjöllin Eiger, Mönch og Jungfrau, sem eru um og yfir 4'000 metra há. Eftir þessa góðu útiveru styrktum við okkur á veitingastaðnum með heitu súkkulaði (aftur!) og smá nesti, líka (eða frekar sérstaklega) fyrir þau yngstu. Símon kláraði matinn sinn miklu hraðar en Anna og Beate vorkenndi honum svo mikið (hann orgar alltaf þegar hann er búinn úr dollunni og hún hélt að greyið væri ennþá svangt) að hún gaf honum smá brot af kexinu hennar Önnu og viti menn: Símon át þetta kexstykki bara mjög rólega og fallega. Hélt kexið milli varanna og slefaði það einfaldlega upp í sig án þess að nota tennurnar tvær..... Ekkert hóstakast og ekkert vesen! Nú verðum víst að fara að gefa honum stærri stykki að borða, ekki bara mauk lengur.
Svo lá leiðin loksins heim til Baden aftur og þar biðu þegar mamma og bróðir minn eftir okkur og við fengum Raclette í kvöldmatinn á meðan Símon var hinn sprækasti og rúllaði eftir hjartans lyst í kringum stofuna! Nú er Hannibal líklegast kominn með ostahnút í magann en mér líður alveg æðislega vel!!!!
2 Kommentare:
Oj va snabb han är på att rulla! Vänta nu bara tills han kommer på hur man tar sig framåt också! :-)
Kram kram från tjockisen ;-)
Ja, det blir väl spännande! Och jag tror att det kommer nu ganska snart....
Syns det redan så mycket på dig? Hoppas du är lite mindre trött och Ant tar väl hand om dig!!!
Kramar til er alla!
Kommentar veröffentlichen