Montag, 18. Januar 2010

Brot af hinu og þessu

Um helgina fórum við litla fjölskyldan til Steffi vinkonu minnar sem býr nálægt Biel (rúmlega klukkutíma akstur frá Baden, í vestur). Hún býr þar með Cedric og tveimur strákum þeirra, Leander og Julian, í hluta af gömlu bændabýli (efstu tvær hæðir hægra megin á myndinni hér til vinstri) sem þau gerðu sjálf upp. Þetta er alveg yndislegt hús síðan á 16. öld sem er búið að gera mikið fyrir. Kyndingin er ennþá mjög frumstæð: á hverri hæð er einn ofn sem þarf að henda timbri í með reglulegu millibili svo það kólni ekki allt í einu. En þar sem þau endurbættu einangrunina svo rosalega mikið þá helst hitinn mjög vel inni. Hjá þeim gistum við allavega eina nótt og höfðum skemmtilegt spilakvöld (eftir að öll börnin voru sofnuð) þar sem við kenndum þeim félagsvist (næsta föstudagskvöld er nefnilega spilakvöld í vinnunni hjá okkur, sem við missum náttúrulega af, svo við ákváðum bara að halda okkar eigið spilakvöld hér úti....). Næst á dagskrá er núna fyrir Hannibal að læra "Jass", sem er þjóðarspil okkar Svisslendinga!


Þar fékk Símon líka útrás fyrir tónlistarþörfina sína og brilleraði á hljómborðinu, hann tók meira að segja tvíleik með Leander, hlustið bara:


Áður en við fórum heim á leið skruppum við aðeins í kaffi til Beate vinkonu og Stefan sem búa þarna stutt frá, í Neuchâtel. Stelpan þeirra, hún Anna, var ekki allt of hrifin af því að deila öllum leikföngum sínum með Símoni og tók skemmtilegustu bílana nokkrum sinnum af honum. En hún var meira en til í að leika við hann og fékk hann til að hlæja alveg þvílíkt mikið. Við Hannibal vissum bara ekki að hann gæti hlegið svona rosalega! Því miður endaði hláturskastið í ælukasti hjá honum og hann þurfti að fá bol lánaðan hjá henni. Hún hefur nokkuð forskot á hann hvað varðar aldurinn (hún er 14 mánaða gömul), en hann er samt næstum því jafningi hennar í lengd og þyngd. Bolurinn var merktur sem stærð 80 en Símon rétt svo komst í hann..... Vonandi verður hann ekki algjört tröll!


Þegar við komum aftur heim tókum við eftir því að Símon er farinn að rúlla sér ansi hratt og út um allt gólf (kannski fékk hann einhverjar vísbendingar hjá öllum þessum krökkum sem við heimsóttum?!?). Stundum lendir hann undir sófanum, stundum hjá sjónvarpinu og stundum færir hann pottaplönturnar hennar mömmu til (hún á lítið pálmatré á hjólum sem er sérstaklega vinsælt hjá honum.....). Svo það var ákveðið um helgina að setja hann allavega af og til "í búrið" til að koma í veg fyrir að hann gerir allt of mikið af sér.


Matartímarnir eru ennþá í miklu uppáhaldi hjá Símoni. Hann klárar alltaf matinn sinn, alveg sama þó við séum að stækka skammtana frá degi til dags. Ég hlýt að vera snilldarkokkur fyrst hann borðar með svo góðri lyst, eða hvað?!? Hann er líka að verða meira og meira hávær þegar hann rekur á eftir okkur um að gefa honum hraðar að borða. Greinilega markmiðið hjá honum um að setja ný hraðamet á hverjum degi..... Þessa viku erum við komin út í kartöflu-gulrótar-kúrbitsmauk og á morgun bætist kalkúnn við. Mjög girnilegt! Og já, stundum er hann svo gráðugur að hann reynir að éta "Nuschelið" sitt...... Og já, tennurnar eru orðnar tvær og hann heldur greinilega áfram að taka fleiri tennur miðað við grátinn þessa daga!

1 Kommentar:

Lína hat gesagt…

Litli SNILLINGUR!!!!! Greinilegt að gamli þarf að gefa í miðað við hvað Símom rekur á eftir honum :)
Flottur strákur!
Nýbúin að kíkja heim til ykkar og allt í góðu þar, vona að ég nái að halda blómunum á lífi en þú ert að taka mikla sénsa að láta mig hugsa um þau hahaha.....
Söknum ykkar
Kv. Lína og co.