Sonntag, 16. März 2008

Eurovision

Geggjað!!!! Í gær kvöldi vorum við Hannibal límd við sjónvarpsskjáinn eins og 3,5 milljónir Svíar og horfðum á úrslitin um hvaða lag mun taka þátt í "Melodifestivalen" fyrir hönd Svíþjóðar á þessu ári. Þetta var þvílíkt shów og alveg slatti af allt í lagi lögum (auðvitað alltaf miðað við standardinn í Eurovision....). Sjálf hefði ég nú ekki kosið Charlotte Perrelli, en verð að viðurkenna að hún kann allavega að syngja og mun örugglega gera það gott í Belgrad. Uppáhaldslagið mitt fékk ekki mörg stig (þetta var alveg svona stigagjöf eins og í aðalkeppninni, bæði með stigum frá dómurum eftir landshlutum og svo jafnmörgum stigum frá áhorfendum), en vandamálið var að gaurinn kunni eiginlega ekki að syngja (en lagið var samt æðislegt!).

Hér er allavega sænska sigurlagið (og hafið engar áhyggjur, ég móðgast ekki þó einhverjum líki þetta ekki, ég er frekar hlutlaus sjálf eins og sannur Svisslendingur! Greijið Charlotte hefur fengið nógu margar athugasemdir varðandi útlit, anorexíu og ýmislegt annað, svo ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það....), Charlotte Perrelli með Hero:


Og hér kemur mitt uppáhaldslag í þessari keppni, Nordman með I lågornas sken. Söngurinn byrjar ekki allt of vel, en kemur síðan í gang. Og textinn er víst mjög góður ef maður skilur hann....:




Og svo kemur hér smá innskot sem var notað sem skemmtiatriði í útsendingunni ígær, það er lagið sem keppti fyrir Svíþjóð í fyrra í algjörlega nýrri útfærslu og með annarri söngkonu. Ef hún hefði tekið þátt í keppninni þá hefði hún nú pottþétt unnið, þetta er svo mikil snilld hjá henni! Maia Hirasawa með The Worrying Kind:

3 Kommentare:

Anonym hat gesagt…

Sú síðasta er bara eins og nafna mín Björk og hljómar svolítið eins.
Við erum með æfingaleik á móti Aftureldingu á morgun, mun sakna þín þar.
kveðja,
Gyða

Susi hat gesagt…

Já, ég frétti af því. Hefði nú gjarnan viljað vera með!!!! En við sjáumst nú kannski á einhverju blakmóti í apríl, eða hvernig er staðan hjá þér varðandi Fylkis- og Kjörísmót?
Góða skemmtun í kvöld, mun hugsa til ykkar frá æfingunni minni,
Susanne

Anonym hat gesagt…

sko, mitt lið fer að keppa í 2. deildinni fyrir austan. Við erum náttúrulega svo margir uppspilarar og buddan mín er svo tóm að ég ætla ekki með þeim þangað. Það er sömu helgi og Fylkismótið. Ég væri samt alveg til í að spila blak þá helgi og sagði við Mundu að ef ykkur vantaði einhvers staðar aukamanneskju þá væri ég til. Svo ætlum við Þróttarar að mæta á Kjörísmótið líka :) Fjör framundan