Donnerstag, 13. März 2008

Smá blak hugleiðingar

Nú er ég í frekar óvenjulegri stöðu hvað varðar blakið: Um leið og það styttist í íslenska Íslandsmótið er tímabilið hjá Svíunum búið! Hugsa sér, Sundsvalls gellurnar voru að spila sinn síðasta leik um helgina og nú er bara ekkert eftir. Það eru reyndar 2 mót í apríl, en þær sem hafa spilað sem mest allan veturinn eru ekki mjög æstar í að fara á einhver mót, enda eru þær búnar að fá 28 deildarleiki síðan í haust (íslenska liðið mitt spilaði á sama tímabili heila 6 deildarleiki í 2. deild, þetta er þvílíkt hneyksli!!!!).

Sem betur fer leggst blakið nú samt ekki alveg niður hér, við sleppum bara föstudagsæfingunum en höldum samt áfram á mánudögum og miðvikudögum. Aðaláherslan núna er á tækniæfingum (sem þýðir færri þol- og spilæfingar) og byrjuðum við á þeim í gær. Þetta er rosa gaman en líka frekar krefjandi. Ég gæti til dæmis sýnt ykkur flott "souvenirs" um pönnuköku-æfinguna (fara niður í gólf og spila boltanum með flötu handarbaki) sem við gerðum í gær: Eftir 15 magalendingar er ég með brunasár á vinstri handleggnum og á hægri olnboganum og þoli varla að vera í buxum þar sem þær þrýsta einmitt á marblettinn á mjöðminni...... En þetta verður allt orðið gróið aftur á mánudaginn og þá er ég til í slaginn á ný!

Ástæðan fyrir áframhaldandi blakæfingum er einfaldlega sú að flestar sem eru í liðinu ætla sér að keppa í strandblaki í sumar en veðrið er ekki orðið alveg nógu gott til að byrja á úti-æfingum strax..... Strandblak er ansi vinsæl íþrótt hér, það er meira að segja búið að skipuleggja stórt strandblaksmót hér í bænum í sumar (10.-12. júlí) þar sem Sundsvall verður einn af 9 stöðum þar sem Swedish Beach Tour kemur við. Ég mun því miður missa af því eins og svo mörgu öðru tengt blakinu hér þar sem það er nákvæmlega á sama tíma og ættarmót í Bolungarvík og hestaferð með uppáhaldsfólkinu mínu frá Flúðum..... Jæja, maður verður víst bara að velja og hafna! Fyrir áhugasama er hér allavega slóðin á Swedish Beach Tour síðuna:

http://www.swedishbeachtour.se/page.php?id=101

PS: Hér smá fróðleikur um innanhús strandblak, beint af sænska vefnum. Mér finnst margt í þessu eiga líka við á Íslandi, kannski kominn tími til að fara að byggja alvöru blakhús?!?

I Sverige kan man i bästa fall spela beachvolley utomhus i fyra till fem månader. Det säger sig självt att det är svårt att bli bra på en sport om man inte kan spela året om. Tidigare har de svenska spelarna varit hänvisade till varmare breddgrader under vinterhalvåret men sedan några år tillbaka kan man faktiskt spela beachvolley året runt på fyra olika platser i Sverige.

Þessir 4 staðir í Svíþjóð með innanhús strandblaksvelli eru Stockholm, Göteborg, Malmö og Umeå. Í hverju húsi er pláss fyrir 4-12 velli! Hvaða íslenska blakfélag ætlar að taka af skarið í þessum málum???

Keine Kommentare: