Svo er Hannibal stunginn af til Síberíu þar sem hann ætlar að vera í heila viku, m.a. á einhverri álráðstefnu en svo einnig 2 daga í Moskvu. Það verður spennandi að heyra hvað hann hefur að segja eftir þessa ferð.....
Annars er ég búin að vera ansi dugleg í þessari fyrstu vinnuvikunni minni: Búin að mæta á 2 blakæfingar, finna nýja hundapíu (er komin í yngsta systurina í fjölskyldunni sem hefur séð mér fyrir hundapíum síðan 2005!), þrifa húsið næstum því alveg, taka eldhúsið í gegn og endurraða í skápa og hillur, sulta nóg til að duga mér næstu árin (tek kannski eitthvað með mér til mömmu í október til að sitja ekki uppi með það fram eftir öllu) og hjóla nokkrum sinnum með Títus svo hann komist nú líka í eitthvað form. En hef ennþá ekkert gert í garðinum (fyrir utan berjatínslu), kannski best að leita sér að garðyrkjumanni líka?!?
2 Kommentare:
Hej!
Fin ny skänk ni har (visst har jag förstått rätt?!). Får nästan gissa mig till resten... Det ser fint ut iaf och det ska bli skoj att se hur ni har det "in real life" när vi ses om lite mer än en vecka (nedräkning pågår *le*).
Du verkar iaf ha fullt upp denna vecka, kom ihåg att ta det lite lugnt också!
Syns snart!!
Kram, Beta
Bara búin að vera mega dugleg. Ég er einmitt búin að vera í sama endurröðunarbaslinu og stefni að því að sulta á morgun. Heyrumst fljótlega.
kv. Gyða
Kommentar veröffentlichen