...njóta greinilega sumarsins og góða veðrisins sem ríkir hér þessa daga. Allavega voru þeir alveg "á fullu" kl. 2:30 í nótt beint fyrir framan húsið hjá mér!!! Fyrst dreymdi mig nú bara einhver öskur og læti en svo smám saman fjaraði draumurinn út og ég vaknaði í rúminu mínu þar sem ég heyrði í konu og 2 körlum sem voru að reyna að sannfæra þriðja karlinn að hann væri of fullur til að keyra heim og ætti frekar að koma heim í leigubíl með þeim þar sem þau væru með fullt af bjór heima og bla bla bla....... Konan öskraði fullum hálsi með ca. mínútu millibili eitthvað nafn, fyrst hélt ég hún væri að kalla á hund, en síðan fattaði ég að hún var bara að öskra nafn mannsins sem þau voru að tala við..... Don't aks me why! Ég skildi hvorki upp né niður í þessum samskiptum þarna á götunni og vonaði bara allann tímann að þetta mundi nú hætta bráðum þar sem ég lá dauðþreytt í rúminu. það hvarflaði að mér að hringja í lögguna, um tímabil hélt ég að þau væru að fara að slást þarna úti, en svo nennti ég því bara ekki og beið frekar í KLUKKUT'IMA þangað til karlinn gaf sig loksins og fór með hinum í einhvern bíl. Ég fékk sem sagt að halda svefninum áfram klukkan hálf fjögur í morgun..... ekki skritið að ég komst ekki fram úr klukkan sex til að mæta á réttum tíma í vinnuna!

Keine Kommentare:
Kommentar veröffentlichen