Freitag, 17. Oktober 2008

Nú verð ég bráðum orðin fræg.....

....allavega á því svæði í Sviss þar sem einhver ákveðin útvarpsstöð næst........ Í dag hringdi nefnilega maður í mig sem sagðist hafa hitt mig árið 2001 þegar ég var hótelstjóri á litlu hóteli í Reykjavík. Hann vann þá yfir sumarið á Íslandi sem leiðsögumaður fyrir svissneska ferðaskrifstofu og kom stundum með hóp af ferðamönnum á einmitt þetta hótel. Núna vinnur þessi sami maður á svæðisútvarpi í Sviss og þegar hann las um allt sem er að gerast á Íslandi í efnahagsmálum þessa daga þá mundi hann allt í einu eftir mér og gúglaði mig. Þannig fann hann vinnustaðinn minn og símanúmer sem hann hringdi einfaldlega í til að spyrja hvort þetta væri ekki örugglega ég.

Þetta kom mér gjörsamlega á óvart, ég man ekkert eftir honum, en ég hitti náttúrulega ótal marga á þessu sumari sem hótelstjóri. Allavega þá spurði hann hvort hann mætti ekki hafa samband aftur í næstu viku til að taka viðtal við mig um hvernig ég upplífi ástandið hér í landinu. Þetta verður bara einhverskonar létt spjall um hvaða afleiðingar öll þessi bankavandamál hafa fyrir okkur venjulega borgara. Það er víst það sem svissneskir hlustendur vilja heyra, svo nú bíð ég spennt hvenær hann hefur samband næst..... og svo verð ég sem sagt fræg!!!

1 Kommentar:

Anonym hat gesagt…

Úlala. Loksins þekkir maður einhvern celeb :)

Heyri í þér um næstu helgi ef þú verður heima með göngutúr og spjall.

Knús og kveðja,
Gyða Björk