....spila 3 Íslendingar, nokkrir Svíar og einhverjir menn frá öðrum löndum..... hvað veit ég, er ekki svo mikið inn í þessu! En nú er ég allavega búin að fara á minn fyrsta fótboltaleik - EVER! Ég efast nú reyndar um að það verði fleiri, en þetta var samt mun skemmtilegra en ég bjóst við. Óskar vinnufélagi okkar frá HRV er skyldur einum af 3 Íslendingum sem hafa verið að spila með GIF Sundsvall á þessu tímabili og hann útvegaði okkur miða á leikinn í gærkvöldi. Því miður tapaði Sundsvall leiknum, en það munaði litlu! Hinir skoruðu þegar mínúta var eftir af fyrri hálfleik, svo jafnaði Sundsvall á fyrri hluta seinni hálfleiks og af frekar óskiljanlegum ástæðum fékk einn af Íslendingunum rauða spjaldið á meðan allir voru ennþá að fagna. Svo stefndi eiginlega allt í jafntefli, nema hvað: þegar liðnar voru 93 mínútur og 20 sekúndur af heildarleiktíma náðu hinir að lauma boltanum aftur í mark heimamanna. Ótrúlegt en satt! 40 sekúndum seinna var leikurinn búinn og þar með tapaður. Þjálfari GIF var ekki mjög ánægður með frammistöðu dómarans og án þess að vera einhver fótboltasérfræðingur þá verð ég nú að segja að mér fannst dómgæslan líka halla svolítið í eina átt...... Ég er allavega fegin að í blakinu eru það stigin sem segja hvenær leikurinn er búinn og ekki einhver fyrirfram ákveðinn tími sem er síðan bara framlengdur eftir hentugleika.....
Keine Kommentare:
Kommentar veröffentlichen