Mittwoch, 14. Mai 2008

Maður á að vinna fyrir fríið sitt!

Úff, loksins fæ ég eina mínútu til að anda..... þetta er stórhættulegt að skreppa svona í frí! Þegar maður kemur til baka er bara þeim mun meira að gera handa manni, sérstaklega ef maður er með svo sniðugan sænskan vinnufélaga sem leggst einfaldlega í veikindi um leið og maður er sjálfur ekki á staðnum...... Algjör snilld! En nú held ég að þetta er nokkurn veginn komið í rétt horf aftur og á morgun ætti að gefast smá tími til að flokka pappír og laga til og svoleiðis.

En núna er ég búin að setja inn nýjar myndir frá Sviss í möppuna á netinu, svona fyrir þau ykkar sem eru forvitin...... Hér bara nokkur sýnishorn frá 4 tíma göngutúrnum okkar á mánudaginn. Fyrir þau sem þekkja aðeins til þá fórum við upp á Baldegg, átum Flammkuchen á veitingastaðnum þar, fórum upp á vatnsturninn (fyrir útsýnið) og röltum svo alla leið til Ruine Stein og horfðum niður yfir Baden:



PS: Það var 20-25°C hiti allan tímann sem við vorum þarna úti, alveg æðislegt veður! Nú er ég aftur komin í raunveruleikann þar sem eru eingöngu 5 gráður hiti og súld......

Keine Kommentare: