Samstag, 12. April 2008

Suðurlandsferð


Jæja, við Títus skelltum okkur austur fyrir fjall í gær og kíktum aðeins á Flúðir. Það var frábart veður, en svolítið hvasst. Þar sem vindálag sést svo illa á íslensku landslaginu þá misnotaði ég Títus einu sinni enn sem fotomódel til að sýna hversu hvasst það var þegar við komum yfir Hellisheiðina og horfðum niður yfir Suðurlandið.

Við Helga áttum góðar stundir saman í gróðurhúsinu og svo um kvöldið komu Kata og Maggi og allur krakkaskarinn (eða kanínufjölskyldan eins og þau eru líka kölluð...) og við kíktum aðeins til þeirra í bústaðinn. Ég gleymdi því miður að taka myndavélina með, en þar hefði maður hvort eð er þurft að taka videó það var svo mikið að gerast í einu! Gaman að sjá hvað tvíburarnir hafa stækkað og eru farnar að hlaupa um og hoppa (reyndar með mjög mismunandi árangri, Ásdís kemst nú alveg á flug, en Nína stappar frekar fæturnar í gólfið...).

Svo er ég núna rétt nýkomin heim eftir rosalega skemmtilegt blakmót á Selfossi þar sem við náðum meira að segja 2. sæti og fengum pottablóm í verðlaun (eins og svo mörg ár áður líka). Við náðum því miður ekki hópmynd af öllu A-liðinu, en fengum 2 leikmenn "lánaða" úr B-liðinu til að taka á móti blómunum með okkur. Það fengu allavega allar ís og það er jú aðalmálið..... Erum við ekki bara laaaaaaangflottastar?!?

Keine Kommentare: