Montag, 21. April 2008

Beware of hippopotamus!

Þetta eru búnar að vera nokkrar frekar skrítnar vikur hjá mér. Mamma mín er (enn einu sinni) að þvælast um heiminn, í þetta skipti eru það nokkur Afríkuríki í kringum Okavangodelta sem hún er að heimsækja. Í hvert skipti sem hún er í einhverju símasambandi þá fæ ég sms með nýjustu fréttum um hvar hún er stödd og hvaða dýr hún hefur séð þennan dag. Nú bíð ég spennt hvort hún hefur náð mynd af einhverju dýri sem ég óskaði mér, já auðvitað meina ég mynd af flóðhesti!

Það síðasta sem ég hef heyrt frá henni var að hún ætlaði að fara á einhvern húsbát til að skoða fíla, hippos og krókos (eins og hún kallar þá).

Ég sendi bara til baka að hún ætti að passa sig að detta ekki fyrir borð......

Keine Kommentare: