Sonntag, 21. Februar 2010

Það er vor í loftinu....

....hér í Sviss! Eftir tveggja mánaða kuldakast er það alveg vel þegin tilbreyting og nýttum Hannibal, Símon og ég tækifærið til að fara í flottan útsýnisgöngutúr uppi á Baldegg. Við klifruðum meira að segja upp á 38 metra háan vatnsturn til að skoða okkur betur um. Þá vorum við komin í 601 metra hæð yfir sjávarmál og sáum vel til Üetliberg hjá Zürich og Alpanna þar fyrir aftan (sjá mynd), meðal annars aftur til Eiger, Mönch og Jungfrau, en það tókst því miður ekki vel á mynd þar sem sólin var nákvæmlega í sömu átt.... Hverfið sem sést fremst á myndinni er hverfið þar sem mamma býr. Húsið hennar sést ekki á myndinni, en það er alveg lengst til vinstri og þar með næst miðbænum (falið á bak við skóginn).


Á meðan við Hannibal skruppum upp á útsýnispallinn svaf Símon værum svefni í vagninum niðri. Hann vaknaði ekki fyrr en við vorum komin á kaffihús þarna rétt hjá og þar fékk hann rísvöfflu í verðlaun. Slíkar rísvöfflur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir og hann hreinlega hakkar þær í sig!



Deginum í gær eyddum við hjá Rahel vinkonu minni úr háskólanáminu sem býr núna með Christian og tveimur dætrum þeirra í flottu húsi í Wiesendangen (50 km í austur frá Baden). Babs og Guido komu líka þangað (þau búa u.þ.b. jafn langt í hina áttina) með stelpurnar sínar tvær svo það var virkilega fjör í húsinu! Eftir dýrindis hádegismat gátu stóru stelpurnar tvær leikið saman á meðan litlu börnin skoðuðu sig varlega. Símon var eini strákurinn á svæðinu og fékk þar af leiðandi mikla athygli, sérstaklega frá heimasætunni Mara! Ég held hann naut þess alveg í botn!!! Þarna fékk hann líka loksins tækifæri til að leika sér við blakbolta í fyrsta skipti, það er jú aldrei of snemmt til að byrja að æfa blak, eða hvað?!?


Annars er þessi elska virkilega óhugnanlega lík litlum hvolpi. Kannski saknar hann bara Títusar svo mikið, en einhver skýring hlýtur að vera til fyrir yfirþyrmandi áhuga hans á skóm..... Hann er meira að segja hrifnari af skóm heldur en soðnum kartöflum (sem er reyndar ekki alveg eins og hundurinn!).


2 Kommentare:

Anonym hat gesagt…

Måste bara säga att Símon har så snygg mössa! Är den från island? Mkt snygg iaf!
Sen så kanske det är dags för lite bitleksaker, skor verkar vara poppis men lite småtokigt för min smak! ;-) Tänder på gång kanske?
Ha det bra så hörs vi när ni är hemma på island igen (visst var det nu i veckan?).
Kram kram!

Anonym hat gesagt…

Loksins kominn snjór hér á suðvesturhornið bara fyrir ykkur.
kv.
Hákon