Montag, 28. Juli 2008

Að njóta veðursins

Síðasta vikan er búið að vera alveg einstaklega fallegt veður hér í Sundsvall og ég hef reynt að njóta þess eins mikið og ég gat. Um helgina var ég á tveimur mismunandi ströndum, fyrst í Bergafjärden (sjá myndir í póstinum fyrir neðan) og svo á sunnudaginn fór ég á eyjuna Alnö og prófaði ströndina í Tranviken. þar eru líka 3 strandblaksvellir sem voru alveg vel nýttir af bæði byrjendum og mjög langt komnum sérfræðingum..... Ég kunni samt ekki alveg við að taka myndir af þeim, svo þið verðið bara að láta ykkur nægja að horfa út á hafið....



Þegar mér var orðið of heitt þarna í sólinni ákvað ég að færa mig aðeins til og kíkti á Sidsjö sem er lítið vatn og náttúruparadís rétt í útjaðri Sundsvalls. Þar naut ég þess að sitja á lítilli bryggju og láta vindinn vagga mig á meðan ég las ofurspennandi ástrálska unglingasögu eftir John Marsden....... Tja, það er líka hægt að fá lánaðar bækur hér í Svíþjóð og þær koma úr öllum heimshornum!



Góða veðrið heldur áfram út þessa viku, svo ég er strax farin að skipuleggja næstu strandferðina og þá verður Hannibal líka dreginn með, þar sem hann er jú kominn til Svíþjóðar núna. Á föstudaginn stefnum við heim á klakann fyrir verslunarmannahelgina og smá vinnu í bænum, en svo förum við væntanlega aftur hingað út í síðustu ferðina okkar til að ganga frá nokkrum lausum endum og koma öll verkefni yfir á einhverja Svía. Sniff sniff, það verður nú smá dapurt að þurfa að kveðja alla, en ég hlakka líka til að koma heim í húsið og hafa Títus aftur hjá mér og lífa bara "eðlilegu lífi"......

PS: Ég er aftur komin með mitt venjulega símanúmer og tek þess vegna út alla pósta um týnda símann......

2 Kommentare:

Anonym hat gesagt…

gaman að sjá hvernig lífið gengur fyrir sig í Sverige.

Sjáumst vonandi í blaki eða strandblaki fljótlega
Munda

Anonym hat gesagt…

Við hlökkum til að fá þig heima og hitta ykkur Títus oftar. Sjáum göngutúrana í hillingum.

Kveðja,
Gyða og fallbyssukúlan